Auglýsing

Öflugar aflraunakonur spreyta sig á Húsafellshellunni

Sterkasti maður Íslands endaði í gær en það voru ekki bara sterkustu karlmenn landsins sem voru að láta reyna á afl sitt heldur lét kvenþjóðin ekki sitt eftir liggja!

Húsafellshellan hefur sigrað margan manninn enda er hún 186kg að þyngd og enginn hægðarleikur að lyfta henni.

Það stöðvaði þó ekki sterkustu konu Íslands 2024, Ragnheiði Jónasdóttur eða stöllur hennar Jeana Jenkins og Tenaya Tuteur en þær ákváðu allar að spreyta sig á steininum fræga.

Jeana er 37 ára aflraunakona, Tenaya er margfaldur heimsmethafi í kraftlyftingum kvenna og Ragnheiður er margverðlaunuð aflrauna- og lyftingakona og sterkasta kona Íslands.

Allar eru þessar mögnuðu valkyrjur því vanar aflraunakonur og kalla svo sannarlega ekki allt ömmu sína.

Hér má sjá Ragnheiði taka á hellunni frægu.

 

Á eftir henni kom svo Jeana Jenkins

 

Og að lokum kom Tenaya Tateur.

 

Þessar fjallhraustu kjarnakonur sýndu svo sannarlega þarna að þær gefa körlunum ekkert eftir en þær eru að halda vestur í land til að spreyta sig á öðrum frægum steinum!

Kristín Elísabet Gunnarsdóttir, eigandi Better Elite Performance tók myndina og myndböndin og gaf Nútímanum góðfúslegt leyfi til að birta.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing