Auglýsing

Ógnvekjandi atvik náðist á myndband þegar hákarl réðist á kafara

Þetta ógnvekjandi augnablik náðist á myndbandi þegar tígrishákarl kom aftan að kafara og réðist á hann með því að bíta í höfuð mannsins.

Fórnalambið var ferðamaður á Maldíveyjum og var illa farinn eftir að árás hákarlsins við eyjuna Hulhumale, við höfuðborgina Male.

Á myndbandinu sést hvernig hákarlinn kom aftan að kínverska ferðamanninum á vinsælum ferðamannastað  þar sem köfun er mjög vinsæl þann 15. nóvember, samkvæmt Killshot Life og Divernet.

Hákarlinn virðist bíta í höfuð mannsins og hrista en á einhvern undraverðan hátt tókst manninum  að sleppa og lifa árásin af.

Kafarinn var fluttur á sjúkrahús og þar sem hlúið var að sárum hans

Að kafa á meðal hákarla hefur verið mjög vinsælt en talið er að starfsmenn hafi notast við beitu til að laða hákarla að svæðinu en það er kolólöglegt á Maldíveyjum.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing