Auglýsing

Pútín sparkar varnarmálaráðherra Rússlands

Vladimir Pútín forseti Rússlands rak í dag Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands en hinn 68 ára gamli Sergei hefur verið í embætti síðan 2012.

Samkvæmt BBC mun hann þó gerast meðlimur rússneska öryggisráðsins. Skjöl frá alþingi Rússa segja að Andrei Belousov muni taka við embættinu.

Í tilkynningu frá Kreml segir að varnarmálaráðuneytið verði alltaf að vera á tánum og að endurnýjum þurfi að eiga sér stað reglulega.

Sergei Shoigu er góðvinur Pútíns og hafa þeir oft farið saman í veiðiferðir í Síberíu. Þrátt fyrir vináttu þeirra hefur varnarmálaráðherrann fyrrverandi sætt mikilli gagnrýni fyrir störf sín síðan stríðið í Úkraínu hófst og ekki þótt starfi sínu vaxinn.

Hann átti meðal annars í mjög opinberum útistöðum við Yevgeny Prigozhin sem var leiðtogi Wagner hópsins og lést þegar flugvél hans var skotin niður.

Hörð átök standa nú yfir milli Rússa og Úkraíunmanna á mörgum stöðum í Úkraínu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing