Auglýsing

Reykjavík fær, fyrst allra borga, norrænan styrk til að auka öryggi hinsegin fólks sérstaklega

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar hefur í samvinnu við samtökin Nordic Safe Cities hlotið styrk úr norræna LGBTI-sjóðnum hjá NIKK, sem er samnorræn samstarfsstofnun undir Norrænu ráðherranefndinni.

Styrkurinn nemur rúmum 9,7 milljónum íslenskra króna (489.000 dönskum krónum) og er ætlaður í tveggja ára verkefni sem miðar að því að auka öryggi hinsegin fólks.

Átök gegn hatri og áreitni á netinu

Í tilkynningu borgarinnar segir að hatur og áreitni gegn hinsegin fólki á netinu birtist í ýmsum myndum, allt frá niðrandi athugasemdum til hótana og neteineltis.

Reykjavíkurborg segir þetta geta valdið vanlíðan, viðhaldið skaðlegum staðalmyndum og alið á rangfærslum um hinsegin hópa.

Með fræðslu sé hægt að sporna gegn þessari þróun en borgin segir að ljóst sé að ganga þurfi lengra til að ná settum markmiðum.

Reykjavíkurborg er fyrsta borgin á Norðurlöndunum til að hljóta slíkan styrk og segir að hann muni styrkja baráttu hennar fyrir auknu öryggi og stuðningi við hinsegin fólk.

Markmið og aðgerðir styrksins

Styrknum verður varið til eftirfarandi verkefna:
• Greina hatur og áreitni í garð hinsegin fólks á netinu.
• Útbúa verkfærakistu og aðgerðaáætlun sem stuðlar að auknu öryggi hinsegin fólks.
• Kynna verkefnið og yfirfæra það á öll Norðurlöndin.

Aðgerðaáætlunin mun innihalda tilmæli og úrræði sem hjálpa Reykjavíkurborg að bregðast við hatri og ofbeldi tengt kyni, kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu.

Að lokinni framkvæmd verður niðurstöðunum miðlað til annarra norrænna borga sem munu nýta þær til að stuðla að auknu öryggi hinsegin fólks á Norðurlöndum.

Regnbogavottun og öruggari borg

Styrkurinn er mikilvægur liður í áframhaldandi starfi Reykjavíkurborgar til að efla öryggi og stuðning við hinsegin fólk.

Borgin hefur þegar innleitt Regnbogavottun, þar sem 120 starfsstaðir hafa fengið fræðslu um hinsegin fólk, staðalmyndir og fordóma en Nútíminn sagði frá því nýlega að allar sundlaugar í Reykjavík hafi fengið slíka vottun.

Allar sundlaugar Reykjavíkur hljóta regnbogavottun

Samstarfsaðilar og sérfræðingahópur

Leiðandi þátttakendur í verkefninu eru Reykjavíkurborg, samtökin Nordic Safe Cities, Cybernauterne í Danmörku, sem sérhæfa sig í netöryggi og samfélagsmiðlum, og C-REX, miðstöð sem rannsakar öfgahyggju, hatursglæpi og pólitískt ofbeldi.

Auk þess verður myndaður sérfræðingahópur sem samanstandur af þátttakendum frá hinsegin samtökum, rannsakendum og stefnumótendum á Norðurlöndunum.

Von um öruggara umhverfi fyrir alla

Borgin segir þetta verkefni markar mikilvægt skref í átt að öruggara samfélagi fyrir hinsegin fólk og sýnir fram á leiðandi hlutverk Reykjavíkurborgar í að efla mannréttindi og öryggi í borgum Norðurlanda.

Hægt er að sjá allt um verkefnið á heimasíðu borgarinnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing