Auglýsing

Robert F. Kennedy yngri hættir við forsetaframboð sitt: Ætlar að styðja Trump alla leið

Robert F. Kennedy hefur tilkynnt að hann sé hættur við að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna en hefur þess í stað lýst yfir stuðning við Donald Trump.

Kennedy, sem hefur verið demókrati allt sitt líf fram að þessu, sagði að hann gæti ekki lengur stutt flokkinn samvisku sinnar vegna. Hann lýsti því yfir að hann væri viss um að Donald Trump gæti komið á friði í Úkraínu og það eitt væri nóg til þess að hann styddi Trump í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum.

Kennedy hefur sagt að hann muni fjarlægja nafn sitt af lista frambjóðenda í fylkjum þar sem líklegt þykir að framboð hans muni bitna á fylgi Trump. Í byrjun kosningabaráttu sinnar sagði hann að flokkurinn sem ætt hans hefði stutt alla ævi væri ekki lengur sami flokkur og áður og væri orðinn flokkur stríðsbrölts, ritskoðunar, spilltra lyfjarisa og auðkýfinga.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing