Auglýsing

Rússar sendu stærstu drónaárás til þessa á Úkraínu

Rússa sendu 267 dróna með sprengiefni á Úkraínu á laugardagskvöld, samkvæmt úkraínska flughernum. Þetta er stærsta drónaárásin sem hefur verið gerð í þessu stríði, en um þessar mundir eru þrjú ár síðan rússar réðust inn í Úkraínu.

Rússar hafa verið að senda dróna og eldflaugar á hverri einustu nóttu á Úkraínu í marga mánuði. En, sem fyrr segir, slógu þeir met með fjölda dróna í gærkvöld þegar þeir sendu 267 dróna, en á undan því var metið í desember, þegar þeir sendu 193 dróna inn í landið.

Úkraínski flugherinn segist hafa náð að skjóta niður 138 dróna en 119 drónar týndust á flugi án þess að ná að valda nokkrum skemmdum. Þrír drónar flugu inn í Hvíta Rússland.

„Dnipropetrovsk, Odesa, Poltava, Kyiv og Zaporizhzhia urðu fyrir drónaárásum,“ segir í tilkynningu frá flughernum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing