Rúta með 20 farþegum innanborðs, valt á Hellisheiði rétt fyrir klukkan 10 í morgun. Allir farþegar voru erlendir ferðamenn en allir sluppu ómeiddir. Hópslysaáætlun Almannavarna var virkjuð en var aflýst skömmu síðar þegar kom í ljós að farþegar voru ómeiddir.
Slysið varð við brekkuna við skíðaskálann í Hveradölum. Rútan endaði á hliðinni en valt ekki í hringi.
Samkvæmt fyrstu upplýsingum frá lögreglu er ekki talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki, samkvæmt upplýsingum á Rúv.is
Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við Rúv.is að allt hafi farið á besta veg. Það sé hálka á heiðinni og vissar að sýna aðgát við aksturinn.