Sandra Dorrley sem vinnur sem saksóknari í Monroe sýslu í New York fylki í Bandaríkjunum kom sér heldur betur í vandræði á dögunum þegar hún neitaði að hlýða fyrirmælum lögreglu við venjubundið eftirlit.
Atvikið náðist á búkmyndavél lögreglu og hefur vakið upp mikla reiði í Bandaríkjunum vegna þeirra silkihanska meðferðar sem netverjar segja Doorley fá hjá lögreglunni.
Bent er á að ef að þetta væri venjulegur borgari hefði lögreglan beitt valdi þegar Doorley neitar trekk í trekk að hlýða lögreglumanninum. Í stað þess hringir hún beint í yfirmann lögreglumannsins og setur hann í símann.
Eftir einhver orðaskipti rýkur Doorley svo inn í hús með lögreglumanninn á eftir sér.
Borgarráð Rochester í Monroe sýslu þar sem Doorley vinnur sem saksóknari hefur óskað eftir að gerð verði opinber rannsókn á hegðun Doorley og segja að lögð sé mikil áhersla á að embættismenn borgarinnar sýni fyrirmyndarhegðun.
Í myndbandinu sést Doorlet láta öllum illum láta og segja við lögreglumenn að hún þekki lögin betur en þeir og kallar þá ýmsum illum nöfnum sem verða ekki höfð eftir hér.
Hægt er að sjá myndbandið í heild sinni hér fyrir neðan.