Auglýsing

Samantekt lögreglunnar á Austurlandi fyrir árið – Kynferðisbrotum fjölgar milli ára

Samantekt bráðabirgðatalna lögreglunnar á Austurlandi fyrir árið 2024 er svipuð árunum á undan en umferðarslysum og fíkniefnabrotum fækkar.

Þrátt fyrir lítillega fjölgun skráðra kynferðisbrota og ölvunaraksturs er heildarmyndin jákvæð og lofar góðu um framtíðina.

Hegningarlagabrotum hefur fækkað lítillega frá árinu 2023 en fjöldinn er sambærilegur við meðaltal frá árinu 2015.

Sama gildir um eignaspjöll, auðgunarbrot og ofbeldisbrot, sem eru einnig nálægt meðaltali fyrri ára.

Skráðum kynferðisbrotum fjölgar lítillega frá síðasta ári. Þau eru þó fá í heildina, sem þýðir að hlutfallslegar breytingar milli ára, hvort sem er til fjölgunar eða fækkunar, geta verið verulegar þannig að hlutföll geta verið blekkjandi í þessu tilfelli.

Á sama tíma fækkar umferðarlagabrotum og þau eru undir meðaltali. Hins vegar er fjöldi ökumanna sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna lítillega yfir meðaltali.

Fíkniefnabrot eru færri en áður, sem er verulega jákvætt merki í þeim efnum en mikið hefur verið lagt upp úr forvarnarstarfi.

Umferðarslys hafa ekki verið færri síðan árið 2020, þegar umferðarþungi minnkaði verulega vegna heimsfaraldurs.

Samkvæmt bráðabirgðatölum Vegagerðar var umferðarþungi á árunum 2023 og 2024 svipaður, sem gerir þessa þróun sérstaklega ánægjulega.

Heimilisofbeldismál eru svipuð að fjölda og þau voru að meðaltali árin 2015 til 2023.

Fyrir neðan má sjá færslu lögreglunnar í heild sinni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing