Baldur Þórhallsson, sem er prófessor í stjórnmálafræði, mætti í viðtal hjá RÚV í dag og ræddi um stöðuna sem er í gangi í Bandaríkjunum um þessar mundir.
Baldur sagði að augljóst smjaður forsætisráðherra Bretlands og Frakklands fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta engu hafa skilað miðað við samtal þess síðastnefnda við Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í gær. Hann segir einnig að Bandaríkin séu að staðsetja sig með Rússlandi í afstöðu sinni gagnvart stríðinu og friðarviðræðum.
Hann segir að það valdi honum vissulega áhyggjum að Bandaríkin hafi ekki lýst því yfir að þau myndu styðja evrópsku Atlantshafsbandalagsríkin komi til innrásar í ríkin, en segist þó efast ekki um að Bandaríkin standi við varnarsamkomulag sitt við Ísland.
Baldur segir Trump vera að reyna að þvinga Zelensky að samningaborðinu.