Auglýsing

Segir Bandaríska þingmenn dauðhrædda við leyniþjónustur landsins – „Setja bara barnaklám í tölvuna þína“

Fréttamaðurinn umdeildi Tucker Carlson mætti í viðtal til vinsælasta hlaðvarpsstjórnanda heims, Joe Rogan. Carlson segir að Bandarískir þingmenn séu logandi hræddir við að setja sig upp á móti öflugustu löggæslu stofnunum landsins, CIA og FBI.

Hann segir að þingmenn kjósi undantekningalítið með tillögum sem færa stofnununum auknar heimildir til að njósna um og skerða réttindi borgara landsins. Þetta geri þeir oft gegn sannfæringu sinni vegna mikils ótta við að fari þeir gegn vilja þessara stofnana, þá verði „barnaklámi og mögulega fleiru“ komið fyrir á tölvum þeirra.

Carlson kom til Rogan aðeins klukkustundum áður en þingið samþykkti að endurnýja ákvæði 702 í lögunum, en það ákvæði leyfir bæði FBI og CIA að njósna um öll samskipti sem útlendingar eiga í Bandaríkjunum án þess að nokkur heimild komi við sögu. Heimildin gildir einnig yfir samskipti þeirra eigin borgara sem eiga í samskiptum við fólk í öðrum löndum.

Á þennan hátt njósni þeir um milljónir manna án þess að þurfa til þess heimildir af nokkru tagi.

Carlson segir að fjöldi þeirra sem komi að löggjöfinni sé harðlega mótfallinn henni en dirfist ekki að segja slíkt opinberlega.
„Fólk segir það ekki því það hefur áhyggjur af því að vera refsað,“ sagði Carlson við Rogan.

Carlson segist hafa vitneskju frá fyrstu hendi um að svona sé ástandið og sumir þingmenn hafi jafnvel gefið sig á mál við hann og sagt honum þetta í eigin persónu. Sömuleiðis hafi nefndarmeðlimir og jafnvel nefndarformenn gert slíkt hið sama.

Hann segir að allir segi svipaða sögu, að hræðslan við að barnaklámi eða öðru sakhæfu efni sé komið fyrir í tölvum þeirra sé svo sterkur að kjörnir fulltrúar séu logandi hræddir við þær löggæslustofnanir sem þeir eigi að hafa eftirlit með.
Carlson segir svo að svona ástand eigi ekkert skylt við lýðræði eins og fólk vilji hafa það.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing