Auglýsing

Segir marga telja menntun leikskólakennara óþarfa

Haraldur Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir í nýjum pistli sínum að hann hafi séð marga misfáránlegar hugmyndir fólks til að laga leikskólamál á Íslandi.

Ein af þeim þrálátustu sé sú að menntun kennara sé í raun óþarfi og einungis þurfi að hafa viljann til að starfa á leikskólum.

Haraldur slær þessa tillögu út af borðinu og segir kennslufræði sem beitt sé á leikskólum byggja á margra áratuga grunni rannsókna og að ekki þurfi minni menntun þó fólkið sé minna.

„Þarna birtast rótgrónar staðalmyndir á því hvað samfélaginu finnst vera merkileg fræði og hvað ekki.“

Hann líkir þessu við að fólk myndi vilja leysa læknaskort með að láta „velviljað fólk“ sinna stöðu lækna og segir að engum heilvita manni myndi detta slík tillaga í hug.

Heimilt að ráða leiðbeinendur

Samkvæmt lögum er heimilt að ráða leiðbeinendur til starfa ef ekki fæst kennari með leyfisbréf í starfið en samt gengur illa að fullmanna flesta leikskóla.

Haraldur segir lærða kennara þrisvar sinnum líklegri til að halda áfram í starfinu en ófaglærður og að meiri menntun sé því ekki vandamál heldur lausnin á vandanum.

Hann segir einnig að sveitarfélög vilji eindregið að leyft sé að ráða fólk sem ekki er með leyfisbréf og að það sýni hversu litla virðingu þau bera fyrir starfinu.

Hann segir að þrátt fyrir þetta sé einungis krafist þess að 2 af hverjum 3 starfsmönnum séu faglærðir en ekki allir, sem ætti að vera krafan.

Einkavæðing ekki lausnin

Haraldur bendir svo á að margir vilji gefa þessa starfsemi frjálsa út á markaðinn en að slíkt hafi öfugt áhrif því að í opinbera kerfinu séu 26 prósent starfsmanna með leyfisbréf til kennara en í einkageiranum sé hlutfallið einungis 18 prósent.

Hann segir svo að starfið sé bæði gefandi og skemmtilegt og mikil eftirspurn eftir starfsmönnum en skortur á virðingu fyrir starfinu sé gríðarlegur.

Hægt er að lesa pistil Haraldar í heild sinni hér.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing