Auglýsing

Segir það eins og að stíga inn í annan heim að koma í land á Seyðisfirði

Svokölluð ferða”vlogs” (video logs) verða sífellt vinsælli og Ísland kemur sífellt oftar við sögu hjá þeim sem vilja kvikmynda ferðalög sín til ýmissa svæða í heiminum.

Einn af þessum mönnum er Youtube stjarnan Steve Marsh sem trúði varla eigin augum er hann steig í land á Seyðisfirði eftir að hafa ferðast með ferjunni Norrænu til landsins.

Marsh sagði frá því að hafa stigið um borð í Danmörku í um 25 stiga hita en frá borði á Seyðisfirði þar sem hiti var undir frostmarki þegar vindkæling var tekin með í reikninginn.

Hann ferðast um Seyðisfjörð í myndbandi sínu og er algerlega heillaður af svæðinu og fyrir þá sem vilja sjá svæðið með augum ferðamanns sem er að koma þangað í fyrsta skipti er hægt að horfa á myndband Marsh í spilaranum hér fyrir neðan en hundruð þúsunda hafa horft á kynningu hans á Seyðisfirði.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing