Auglýsing

Segja megrunarlyfið Ozempic einnig geta hægt á öldrun

Ozempic hefur heldur betur notið mikilla vinsælda í heiminum undanfarið og er Ísland engin undantekning þar á en lyfið hefur hjálpað mörgum að missa mikinn fjölda aukakílóa.

Nú hefur Prófessor Harlan Krumholz við læknadeild Yale háskóla í Bandaríkjunum tjáð sig um nokkrar nýjar rannsóknir á lyfinu og segir það geta hægt á öldrun.

Segir Krumholz að Semaglutide, betur þekkt sem Ozempic hafi mun fleiri kosti í för með sér en áður var talið og segir að rannsakendur hafi uppgötvað að lyfið nýtist gegn fjölda annarra kvilla.

Lyfið sé meðal annars gagnlegt gegn sjúkdómum sem valda hjartveiki, gigt, Alzheimers og jafnvel gegn krabbameini.

Krumholz segir svo að það kæmi honum alls ekki á óvart ef öll þessi jákvæðu áhrif lyfsins myndu einnig hægja töluvert á öldrun en þetta sagði læknirinn á Evrópskri ráðstefnu hjartalækna á föstudag.

Þessar nýju upplýsingar hafa verið birtar í fjölda læknatímarita og þeirra á meðal er Journal of the American College og Cardiology eða JACC en þess ber að geta að Krumholz sjálfur ritstýrir því tímariti.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa rannsókn Krumholz bendir Nútíminn á slóðina hér.

Þess ber að geta að fjöldi fólks hefur kvartað yfir aukaverkunum lyfsins og sagði DV fyrst frá þeim aukaverkunum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing