Hermenn úr sérsveitum Bandaríkjahers var mætt á heræfinguna Northern Viking 24 sem haldin var í Keflavík þann 2.september síðastliðinn.
Northern Viking er æfing sem haldin er reglulega og að þessu sinni tóku Ísland, Danmörk, Frakkland, Noregur, Pólland og Bandaríkin þátt í æfingunni.
Youtube rásin Media Magic Entertainment fékk að taka upp myndband frá æfingunni þar sem sýnt er í rauntíma hvernig flutningur á særðu fólki fer fram og hefur myndbandið fengið mikið áhorf.
Það er tekið upp á Keflavíkurflugvelli og er flugvél af tegundinni Wolfhound C-146A notuð í æfinguna.
Fyrir áhugasama er hægt að horfa á æfinguna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.