Þetta líf er allt í læ er titillag nýrrar sólóplötu Sigurðar Guðmundssonar.
Lagið er sumarlegt diskóstuðlag og gestasöngur er af albesta tagi. Það er hin frábærlega hæfileikaríka Una Torfa sem syngur með Sigurði.
Textinn fjallar um að láta beislið síga. Feykja slabbinu og snýtiklútunum langt út á haf. Og hækka í botn.
Lagið var tekið upp í Skammakróknum, Hafnarfirði og á því leika; Helgi Sv. Helgason á trommur, Guðmundur Pétursson á rafgítar. Sigurður leikur sjálfur á bassa, hljómborð og annað.
Upptökum stjórnaði SG.
Aðeins um plötuna
Þetta líf er allt í læ er önnur sólóplata Sigurðar Guðmundssonar með eingöngu frumsömdu efni.
Þó eru þær mun fleiri sólóplöturnar sem og auðvitað plötur Hjálma, hvar leynast stöku lög eftir Sigurð. En með plötunni Kappróður, frá árinu 2021 tók við nýr kafli sem hefur nú gefið af sér einnig þessa plötu.
Lögin á plötunni fjalla um tilveru og tilvistarkreppu. Birtingarmyndir lífsins í fjölmenningarsamfélagi sem er rétt að slíta barnsskónum. Ástir og örlög.
Lagið á WAV
Lagið á Spotify