Miklar rigningar hafa geysað í mörgum héruðum Spánar undanfarna daga með þeim afleiðingum að flætt hefur um margar borgir og bæi.
Costa Blanca svæðið og Murcia hérað hafa orðið einna verst úti í flóðunum en mikill fjöldi Íslendinga býr á Costa Blanca svæðinu og Murcia er þar skammt frá.
Bílar hafa skolast niður göturnar í sumum bæjum en enginn hefur látist í flóðunum svo vitað sé, sem þykir kraftaverki líkast miðað við umfang þeirra.
Fólk sem heldur til á þessu svæði eða hefur í hyggju að ferðast þangað er hvatt til þess að kynna sér aðstæður á hverju svæði fyrir sig og fara að öllu með gát.