Þessi verður að öllum líkindum þinn nýji uppáhalds pastaréttur. Camembert osturinn bræddur við rjómann og svo stökka beikonið, himneskt!
Hráefni fyrir c.a. 4 :
400-500 gr spaghetti
1/2 camembert ostur
8 beikonsneiðar
1 pakki sveppir
1/2 líter rjómi
1 dl parmesan ostur
8 beikonsneiðar
1 msk smjör
salt og pipar
Fersk steinselja (má sleppa)
Aðferð:
1. Pastað soðið eftir leiðbeiningum á umbúðum.
2. Beikonið er steikt mjög vel á pönnu þar til það er orðið vel dökkt og stökkt. Sett til hliðar, þerrað og skorið í litla bita.
3. Skerið sveppina í grófa bita og steikið upp úr smjöri á pönnu.
4. Camembert osturinn er skorinn í sneiðar og honum bætt við á pönnuna ásamt parmesan ostinum og rjómanum.
5. Þetta er látið malla saman í nokkrar mínútur og smakkað til með salti og pipar.
6. Pastað er síðast sett saman við á pönnuna og borið strax fram. Toppað með beikoni, vel af parmesan og steinselju.