Auglýsing

Sprautaði sig með Ajax hreinsiefni

Gunnar Ingi Valgeirsson var gestur í þættinum Götustrákar en Gunnar stofnaði Lífið á Biðlista þar sem fólk deilir reynslusögum sínum er það hefur þurft að bíða mjög lengi eftir að komast í meðferð við áfengis- og fíknivanda.

Gunnar Ingi átti sjálfur í vandræðum með sína fíkn og var í mikilli neyslu en fékk loks lausn sinna mála og vinnur nú við að aðstoða aðra í svipaðri stöðu.

Hann segir frá því þegar einn aðili sem hann var að aðstoða var kominn á mjög slæman stað og Gunnar Ingi ákveður að mæta til hans með myndavél til að taka viðtal við hann sem var meðal annars birt á DV.

Í viðtalinu tekur þessi aðili upp Ajax brúsa og segist ætla að sprauta sig með því. Gunnar segir að hann (viðmælandi hans) hafi verið í mjög annarlegu ástandi og taldi Gunnar að hann væri að grínast.

Þegar Gunnar hins vegar kemur aftur daginn eftir til að athuga með manninn þá liggur hann hreyfingarlaus með andlitið á borðinu og handarbakið allt kolsvart en þá hafði hann sprautað Ajax hreinsiefni í handarbakið.

Gunnar hringdi umsvifalaust á sjúkrabíl og er aðilinn fluttur upp á bráðamóttöku og inn á fíknigeðdeild. Gunnar segist ekki vilja tala illa um fíknigeðdeild frekar en aðrar heilbrigðisstofnanir og geri sér grein fyrir að þar séu líklega allir að gera sitt besta en álagið á þeim sé bara of mikið.

Hann segir hins vegar að einn læknirinn segi við skjólstæðing sinn að hann fái ekkert lengri innlögn þó hann hafi komið í einhverri frétt.

Gunnar segist hafa reiðst mikið við þetta og gert aftur frétt sem hafi þó skilað sér í því að skjólstæðingur sinn hafi fengið að komast inn á Vog þar sem hann sé að ná góðum árangri og Gunnar segist aftur farinn að sjá glampa í augum vinar síns.

Hægt er að hlusta á brot úr viðtalinu hér fyrir neðan en ef þú vilt hlusta á allt viðtalið getur þú fengið þér áskrift að streymisveitunni Brotkast.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing