Auglýsing

Sprengja finnst á Akureyri – Götum lokað í bænum vegna aðgerða

Í dag varð uppi fótur og fit á Akureyri þegar skip sem var að landa veiðarfærum við bryggju Útgerðarfélags Akureyrar (ÚA) uppgötvaði hlut sem talinn er vera gömul djúpsprengja.

Tilkynning barst Landhelgisgæslunni og lögreglunni á Akureyri um málið, en þau brugðust skjótt við með því að loka hafnarsvæðinu í kringum ÚA.
Starfsemi í fiskvinnslunni við bryggjuna hefur verið stöðvuð, en samkvæmt upplýsingum er engin hætta talin vera utan lokunarsvæðisins.

Sérsveit Ríkislögreglustjóra er á vettvangi og hefur stjórnað aðgerðum þar til sérfræðingar Landhelgisgæslunnar komu á staðinn til að meta stöðuna nánar.

Ákvörðun verður tekin um hvernig sprengjunni verður eytt, en líklegast verður hún dregin út á haf og eytt þar til að lágmarka áhættu.

Nýjustu uppfærslur: Lokanir í nærliggjandi götum

Lögregla tilkynnt rétt í þessu að sprengjan verði færð á hafnarsvæðinu til austurs frá bryggjunni.

Vegna flutningsins verður lokunarsvæðið stækkað tímabundið. Lokanir munu meðal annars ná til Hjalteyrargötu á milli Hagkaups og Silfurtanga, sem og Fiskitanga.

Þessar lokanir gætu staðið yfir í um 20-30 mínútur á meðan aðgerðin fer fram.

Íbúar og vegfarendur eru beðnir um að fylgja leiðbeiningum lögreglu á meðan vinna við sprengjuna stendur yfir.

Engin frekari hætta er talin stafa af sprengjunni að svo stöddu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing