Fjölmiðlamaðurinn James O’Keefe er mörgum kunnur en hann stofnaði Project Veritas sem eru þekktir fyrir framúrskarandi rannsóknarblaðamennsku.
O‘Keefe er einna frægastur fyrir að beita földum myndavélum og lokka fólk á stefnumót með aðlaðandi manneskju til að fá það til að opna sig og að þessu sinni var viðfangsefnið Dakota Leazer.
Leazer er svokallaður growth strategist og auglýsingasölumaður hjá Google og hann opnar sig meðal annars um að Google hagræði leitarniðurstöðum Harris í hag.
Þá segir hann einnig að auglýsingar séu settar fram til að Harris líti sem best út meðan því sé öfugt farið með andstæðing hennar, Donald Trump.
Einnig segir Leazer aðspurður að hann fái ekkert samviskubit yfir því að Google sé að villa um fyrir almenningi á þennan hátt.
Starfsmaður Disney lenti í því sama
Eftir að O‘Keefe sest hjá Leazer rifjar hann upp með honum að hann hafi minnst á að fyrir stuttu síðan hafi háttsettur aðili hjá Disney lent í klípu eftir að hafa kjaftað frá að fyrirtækið væri með fordóma gagnvart hvítum mönnum við mannaráðningar.
O‘Keefe segir þá að sá aðili hafi unnið fyrir sig alveg eins og konan sem var á stefnumóti með Leazer en í þetta skiptið sé tilgangurinn að gera frétt um Google en ekki Disney.
Sjón er annars sögu ríkari og hér er hægt að horfa á falda myndavél James O‘Keefe.
I was lying, I was trying to impress my date!
Because nothing turns a girl on more than your company Google coordinating with Kamala to win an election. pic.twitter.com/b8npksS5fC
— James O’Keefe (@JamesOKeefeIII) September 12, 2024