Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins sendi fyrirspurn á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hún spurði:
„Hversu margir einstaklingar, sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa ekki yfirgefið landið í kjölfarið og ekki er vitað hvar þeir eru staddir hér á landi?“
Í svari Dómamálaráðherra segir að samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra séu 169 einstaklingar sem höfðu sótt um alþjóðlega vernd en fengið höfnun og lögregla komin með beiðni á að flytja úr landi, hreinlega „finnist ekki“.
Það þýðir að lögregla finnur ekki þessa einstaklinga þegar kemur að því að flytja þá úr landi og ítrekaðar tilraunir til að ná í þá.
Ekki sé vitað hvort þeir séu staddir á Íslandi eða erlendis.
Þessi tölfræði nær aftur til ársins 2019.
Fyrir Ingu Sæland og svar dómsmálaráðherra má sjá hér.