Auglýsing

Stökkar Quesadillas með kjúklingi og camembert osti

Í þennan rétt er tilvalið að nota afgangs kjúkling frá kvöldinu áður, hvort sem það er afgangur af bringum eða heilum kjúklingi. Dásamlega góður og ferskur réttur.

Hráefni :

1 pakki tortillas

300 gr eldaður kjúklingur

1 og 1/2 rauðlaukur

5 tómatar

1/2 hunangsmelóna

6 sveppir

1 camembert ostur

1/2 poki rifinn ostur

krydd að eigin vali ( t.d.chilli.hvítlaukssalt,paprika )

1 tsk maple sýróp frá goodgood ( eða venjulegt )

smjör

Aðferð:

1. Rífa eða skera kjúklinginn niður í skál og krydda eftir smekk.

2. Skera niður 1 stk rauðlauk og sveppina og steikja vel upp úr smjöri. Krydda með salti og sýrópi. Setja þetta svo til hliðar.

3. Tómatarnir,melónan og 1/2 laukur skorið niður í litla bita, sett í skál og kryddað með örlitlu chillikryddi . Þetta er svo látið standa inní ísskáp þar til tortillurnar eru klárar.

4. Breiðið úr tortillunum og byrjið að raða á þær. Á hverja tortillu fer smá rifinn ostur, kjúklingur, sveppablandan og þunnt skorinn camembert. Krydda með smá chilli. Best er að raða öllu á annan helming tortillunar og brjóta hana svo saman.

5. Steikja tortillurnar uppúr smjöri þar til að þær brúnast og verða stökkar. Þær eru snöggar að steikjast svo það þarf að fylgjast vel með þeim.

6. Skera þær í sneiðar og raða yfir melónu salsað.

Borið fram með sýrðum rjóma og/eða guacamole. Verði ykkur að góðu!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing