Auglýsing

Stórfellt fíkniefnamál til rannsóknar – Efnin fundust á skrifstofu í Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur, samkvæmt vísi.is, stórfellt fíkniefnamál til rannsóknar þar sem lagt hefur verið hald á tæplega þrjú kíló af MDMA-kristöllum og 1781 stykki af MDMA-töflum.

Lögreglan mun hafa fengið veður af því að gríðarlegt magn fíkniefna væri geymt í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Efnin hafi verið falin í lofti húsnæðisins, en lögreglan skipti þeim út fyrir gerviefni og kom jafnframt fyrir upptökubúnaði.

Að kvöldi 2. októbers síðastliðins hafi svo þrír menn sótt efnin, og sést vel hvað þeir eru að gera á myndbandsupptöku lögreglu. Tveir mannanna fóru í burtu á einum bíl og sá þriðji fór á öðrum bíl í aðra átt.

Einn þykist ekkert vita

Lögreglan stöðvaði annan bílinn í Reykjavík og í bílnum fundust efnin sem lögreglan hafði skipt út. Síðan réðst lögreglan í húsleit á heimili eins mannanna og þar fannst umtalsvert magn meintra fíkniefna sem lagt var hald á.

Einn þessara þriggja sakborninga hefur neitað að eiga umrædd fíkniefni. Hann hafi verið að skutla vini sínum heim og sagðist ekki vita hvað hann væri með í fórum sér.

Maðurinn hafi verið yfirheyrður í þrígang og alltaf haldið fram sakleysi sínu og neitað að tjá sig um myndir sem sýni hann og meinta samverkamenn hans að sækja efnin á falska loftið. Þá hafi hann sagt að hann hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir væru að taka niður úr loftinu. Lögreglan tekur framburð hans ekki trúanlegan.

Tveir af mönnunum hafa verið dæmdir í gæsluvarðhald til 3. desember.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing