Auglýsing

Stunguárás í Mannheim í Þýskalandi þar sem ráðist er á gagnrýnanda Íslam – Myndband

Alvarleg árás átti sér stað fyrir stuttu í Mannheim í Þýskalandi en hún náðist að mestu á myndband.

Árásinni virðist hafa verið beint að Michael Sturzenberger sem samkvæmt CBS er sagður vera hægri sinnaður aðgerðarsinni og er einnig þekktur fyrir að vera ötull gagnrýnandi íslamstrúar.

Talsmaður lögreglunnar í Mannheim staðfesti árásina og sagði að almenningi hafi ekki verið nein hætta búin.

Í myndbandinu sést maður sem virðist vera Sturzenberger verða fyrir árás manns með hníf á torginu í miðborg Mannheim.

Sturzenberger hafði verið á samkomu á vegum hreyfingar sem kallar sig Borgarahreyfingu Pax Europa en þeir hafa lýst yfir andstöðu gegn íslamstrú.

Í myndbandinu sést maður ráðast á fjölda fólks með hnífi áður en hann er skotinn og særður af lögreglunni.

Ekki er enn vitað hvort einhver hafi látist í árásinni.

Hægt er að horfa á myndskeiðið af árásinni hér   eða í spilaranum fyrir neðan en Nútíminn varar við að myndbandið er ekki fyrir viðkvæma!

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing