Auglýsing

Styrktarleikur haldinn fyrir fjölskylduna sem eignaðist tvíbura á 25. viku meðgöngu

Nútíminn sagði frá því að fjölskylda frá Akureyri hefði eignast tvíbura sem fæddust þegar einungis 25 vikur voru liðnar af meðgöngu og að veitingahúsið DJ Grill á Akureyri hefði fengið þá hugmynd að safna fyrir þau með sérstökum hamborgara.

Vegna heilsu barna sinna hafa þau Birgir Þór og Rannveig unnusta hans, hafa þurft að ferðast milli Akureyrar og Reykjavíkur og dvelja í sumarhúsum, hótelum eða öðrum vistarverum.

Þetta er aldeilis farið að kosta sitt en ofan á það leggst svo óhjákvæmilegt vinnutap.

Allir vildu hjálpa til

Nú hefur heilt samfélag lagst á eitt og heldur betur spýtt í lófana en sérstakur styrktarleikur í knattspyrnu hefur verið settur á laggirnar og mun allur ágóði renna til fjölskyldunnar.

Leikurinn mun fara fram í Boganum á Akureyri föstudaginn 17.janúar en í honum mætast Þór Akureyri og Magni frá Grenivík en Birgir lék knattspyrnu með báðum þessum liðum á sínum tíma.

Nútíminn hafði samband við Aðalstein Tryggvason, formann Dómarafélags Norðurlands, en hann sagði að þeir félagar Birgis í Dómarafélaginu hefðu verið að hugsa hvað þeir gætu gert til að leggja vini sínum lið.

Svo virðist sem þeir hafi ekki verið þeir einu sem voru í slíkum hugleiðingum því starfsfólkið í Hamri, félagsheimili Þór á Akureyri, hefðu sett sig í samband við hann og verið í svipuðum pælingum

Birgir vinamargur í bænum

Þegar hópurinn byrjaði að athuga málið virtist sem fjöldi fólks væri að leita leiða til að hjálpa en Birgir er vinamargur í bænum og mjög virkur í ýmsu íþróttastarfi.

Hann keppir í frisbee-golfi, dæmir knattspyrnu allan ársins hring og er á fullu í crossfit og allsstaðar vildi fólk leggja hönd á plóg.

Rætt var við stjórnarmenn Þórs sem voru allir af vilja gerðir til að aðstoða og ákvörðunin var tekin að leikur Þórs og Magna skyldi verða styrktarleikur fyrir Birgi og fjölskyldu.

Þegar leitað var til styrktaraðila var alls staðar komið að opnum dyrum og tók ekki langan tíma að safna allskyns styrkjum í ýmsu formi en listi yfir styrktaraðilana verður birtur fyrir neðan.

Leikurinn liðu í árlegu móti

Leikurinn er liður í hinu árlega Kjarnafæðismóti sem Dómarafélag Norðurlands heldur en í því mætast félög frá Norður- og Austurlandi.

Leikurinn er liður í mótinu en bæði lið samþykktu að gera þessa breytingu á leiknum til að létta undir með Birgi.

Leikurinn fer fram í Boganum á Akureyri og mun aðgöngumiði kosta 1.000 krónur, „burger og drykkur“ mun kosta 2.000 krónur.

Gunni mall hitar grillið kl 18:30 og mun aðgöngumiði einnig gilda í happdrættið.

Elko, Kjarnafæði, Bílaleiga Akureyrar, Bakaríið við Brúna og Skógarböðin hafa öll styrkt viðburðinn þegar þetta er skrifað og ekki er ólíklegt að fleiri bætist í hópinn.

Tilkynningin fyrir styrktarleikinn

Einnig er tekið við frjálsum framlögum á svæðinu en allt mun þetta renna til Birgir og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum.

Tilkynningu Aðalsteins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing