Hráefni:
- 2 dl kalt smjör skorið í litla teninga
- 2 dl púðursykur
- 1 dl sykur
- 2 Egg
- 1 1/2 dl kakó
- 4 dl hveiti
- 1 tsk maíssterkja
- 3/4 tsk matarsódi
- 1/2 tsk salt
- 3 dl sökkt súkkulaði saxað niður
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 190 gráður og setjið bökunarpappír á ofnplötu. Þeytið saman í skál, smjörið og sykurinn(púður og venjulegan) þar til þetta verður létt og “fluffy” eða í um 4 mín. Stillið síðan á lægstu stillingu og blandið eggjunum, einu í einu og hrærið vel á milli.
2. Blandið næst kakói, hveiti, maíssterkju, matarsóda og salti og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Hrærið þá saxaða súkkulaðinu saman við.
3. Kælið deigið í 15 mín.
4. Búið síðan til litlar kúlur úr deiginu og raðið á ofnplötu. Þrýstið síðan létt á hverja kúlu. Bakið í 9-11 mín. Leyfið þeim síðan að standa í um 10-15 mín eftir að þær koma úr ofninum.