Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu þar sem þeir segja frá pósti sem þeir fengu frá svindlurum. Þeir velta svo fyrir sér á gamansaman hátt hvort kleinuhringjavélin gæti mögulega verið komin.
Svindlið lýsir sér þannig að SMS skeyti er sent í síma þar sem gefið er upp pakkanúmer og sagt að pakkinn sé tollskyldur. Hlekkur fylgir með og svindlið felst í að hljóma nógu sannfærandi til að fá fólk til að smella á hlekkinn sem með fylgir.
Allskonar slæmir hlutir munu svo gerast í kjölfarið ef fólk fellur fyrir svindlinu en algengast er að það gefi svindlurunum aðgang að öllu sem geymt er í símanum. Það geta verið kortanúmer, bankaupplýsingar og aðgangur að öllum lykilorðum og samfélagsmiðlum. Því er mikilvægt að eyða slíkum skilaboðum strax.
Algengast er að eldra fólki falli fyrir slíkum svikamyllum svo það er ekki slæmt hugmynd að vara eldri ættingja og vini við.
Tilkynningu lögreglunnar má sjá hér fyrir neðan.