Auglýsing

Tendgafaðir Díönu prinsessu heitinnar ásakaður um tugi nauðgana – Harrod’s keðjan hjálpaði við að fela ódæðin

Milljarðamæringurinn Mohamed Al Fayed var tengdafaðir Díönu prinsessu sem lést ásamt syni Al Fayed í frægu bílslysi.

Nú hafa tugir starfsmanna risa keðjunnar Harrod‘s í Bretlandi stigið fram og sakað Al Fayed um að hafa nauðgað sér eða áreitt kynferðislega meðan þær störfuðu hjá honum.

Mohamed Al Fayed er látinn en fleiri en 35 konur hafa stigið fram og höfðað mál gegn dánarbúi hans og Harrod‘s keðjunni.

Harrod‘s er stór keðja sem selur lúxus varning en samkvæmt BBC er fyrirtækið sakað um að hafa vitað af gjörðum Al Fayed og hjálpað til við að hylma yfir með honum.

Glæpirnir eru sagðir vera meðal annars, en ekki takmarkast við nauðgun, raðnauðgun, kynferðislegt og andlegt ofbeldi, fjárkúgun, hótanir og barsmíðar.

Allt þetta kemur fram í nýrri heimildamynd sem sýnd var á fimmtudag í Bretlandi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing