Auglýsing

Austurlensk kjúklingasúpa með basil og lime

Hráefni:

1 msk olía
1 msk rautt karrý paste
2 hvítlauksgeirar rifnir
7 dl kjúklingasoð
2 dl kókosmjólk
2 msk fiskisósa
2 msk púðursykur
10 strengjabaunir skornar niður
2 dl baunaspírur
1 skallottlaukur skorinn í þunnar sneiðar
3 dl eldaður kjúklingur
1 msk fersk basilika söxuð niður
2 msk lime safi

1 rautt chilli skorið í sneiðar

Aðferð:

1. Hitið olíu í meðalstórum potti og steikið hvítlauk og karrý paste í um 1 mín og hræra vel í á meðan.

2. Bætið kjúklingasoði, kókosmjólk, fiskisósu og púðursykri í pottinn og hitið að suðu. Bætið þá strengjabaunum saman við og lækkið hitann örlítið, leyfið þessu að malla í um 3 mín. Þá fara stengjabaunir, kjúklingur og skallottlaukurinn út í súpuna og lessu leyft að malla áfram í um 2 mín.

3. Færið af hitanum og hrærið basiliku og lime saman við. Skammtið á skálar og toppið með basiliku, skallottlauk og rauðum chilli.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing