49 öldungadeildarþingmenn bandaríkjaþings undirrituðu þann 1. maí sl. bréf til Biden-stjórnarinnar þar sem þeir mótmæla harðlega tveimur alþjóðlegum samningum sem myndu styrkja heimild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) til að lýsa yfir neyðarástandi á sviði lýðheilsu og auka þannig vald stofnunarinnar yfir aðildarríkjum á slíkum tímum.
„Að undirrita þessa „heimsfaraldurssáttmála“ væri árás á bandarískt fullveldi. Við getum ekki leyft því að gerast,“ segir bandaríski læknirinn og lögfræðingurinn Dr. Simone Gold á samfélagsmiðlinum X þar sem hún birtir afrit af bréfinu.
Í bréfinu árétta þingmennirnir að allar slíkar samþykktir teldust sáttmálar og taka fram að „samþykkis tveggja þriðju hluta öldungadeildarinnar væri krafist samkvæmt 2. grein I. hluta bandarísku stjórnarskrárinnar.
Alþjóðaheilbrigðisþingið (WHA) fer fram dagana 27. maí til 1. júní nk. og er gert ráð fyrir að alþjóðlegir samningar verði lagðir fram til skoðunar.
WHA er ákvörðunaraðili WHO sem kemur saman árlega og getur því sett fram markmið sín og mótað stefnu milli 194 aðildarríkja WHO, þar á meðal Íslandi.
Hér má sjá færslu Dr. Gold og afrit af bréfinu til ríkisstjórnar Joe Biden.