Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að ónefndri verslun í miðbæ Reykjavíkur í dag vegna aðila sem hafði í hótunum við starfsfólk. Umræddur aðili var staðinn við að stela vörum úr versluninni en hann brást ókvæða við og henti vörum til við uppgötvun starfsfólksins og kom sér svo undan. Eftir því sem Nútíminn kemst næst er ekki búið að hafa hendur í hári þjófsins.
Önnur verkefni lögreglunnar voru jafn ólík og þau voru mörg. Tilkynnt var um líkamsárás í miðborg Reykjavíkur en þar hafði aðili verið sleginn með kylfu.
Þá voru tilkynntir, fyrir utan þjófnaðinn sem við höfum þegar greint frá, þrír þjófnaðir í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en um er að ræða tvo þjófnaði sem tengjast verslunum og einn sem tengist verktaka í nýbyggingu á svæðinu.