Nýjasta umfjöllun Þórarins Hjartarsonar um ADHD greiningar vakti mikla athygli en í nýjum þætti af hlaðvarpi sínu, Ein Pæling, gagnrýnir Þórarinn þá þróun að foreldrar leiti ítrekað til lækna í von um að fá greiningu á börnum sínum og mögulega lyfjameðferð.
Hann heldur því fram að þetta sé oft gert til að bæta upp fyrir taumlausa skjánotkun og skorti á aga í uppeldi.
Mömmurnar mættu brjálaðar
Ummæli hans hafa hörð viðbrögð, að því er virðist sérstaklega mæðrum, sem hafa látið reiði sína í ljós.
Þær gagnrýna nálgun Þórarins harðlega og saka hann um að gera lítið úr raunverulegum vandamálum barna sem glíma við ADHD.
Sumar benda á að greiningarferli fyrir ADHD á Íslandi sé langt og strangt og að foreldrar séu ekki að „elta greiningu“ af léttúð.
Þórarinn veltir fyrir sér hvers vegna ekki sé litið á það sem jákvætt þegar börn fá ekki geðgreiningu, en segir að margir foreldrar virðist telja það nánast persónulega árás ef læknar neita að staðfesta ADHD.
Hann gagnrýnir einnig lyfjanotkun í þessum málum og spyr hvort markmiðið ætti ekki að vera að börn þurfi sem minnst á lyfjameðferð að halda.
Harðar deilur í kommentakerfinu
Ummælin undir færslu Þórarins endurspegla sterkar tilfinningar um málefnið.
Fjöldi fólks mótmælti staðhæfingum hans og sakaði hann um rangfærslur:
- „ADHD og einhverfa eru fyrir það fyrsta ekki ‘geðkvilli’ heldur taugaþroskaraskanir,“ skrifar Sólveig Eyfeld og gagnrýnir hvernig umræðan er sett fram.
- „Ég held að þú vitir ekki HVAÐ getur verið erfitt fyrir foreldra að fá greiningu 🤔 Og það er SKO ekki hægt að fara milli lækna útaf því að þú færð ekki ‘réttu’ greininguna,“ segir Elísabet Karen Guðmunds.
- „Þetta kallast fáfræði hjá þér. Stundum er betra að tyggja en að tala,“ skrifar Jóna Hammer.
- „Það er margra ára ferli að fá greiningu 🤦🏻♀️ Það er EKKI hægt að fara bara ‘á milli lækna’,“ segir Sara Rós Kristinsdóttir og bætir við að lyf séu ekki alltaf fyrsta lausnin.
- „Foreldrar sækjast ekki eftir greiningum til að fá lyf endilega! Heldur til að fá aukna aðstoð í skóla!“ skrifar Queenbee Slade.
- „Ef við erum að greina þrettán sinnum fleiri en Norðmenn, þá er annaðhvort eitthvað óeðlilegt hjá okkur eða öllu öðrum,“ svarar Þórarinn gagnrýninni.
- „Kannski er skólakerfið á Norðurlöndum minna fjársvelt en hér á landi,“ bendir Gréta Hauksdóttir á.
- „Sonur minn er greindur með einhverfu og ADHD og ég er ekki með hann á löglegu amfetamíni??? Er ég að missa af??“ skrifar Kolbrún Sara Aðalsteinsdóttir kaldhæðnislega.
- „Ég skil alveg hvað þú meinar, en til að fá betri mynd þarf að skoða heildarmyndina. Fyrst skólakerfið,“ segir Sara Rós Kristinsdóttir.
Þessi umræða hefur kveikt harðar deilur á netinu, þar sem skoðanir skiptast í tvö horn – annars vegar þá sem telja ADHD vera ofgreint og hins vegar foreldra sem telja sig þurfa að berjast fyrir greiningum til að tryggja börnum sínum viðeigandi stuðning.
Hægt er að sjá myndbandið sem og athugasemdirnar í heild sinni hér fyrir neðan (Ef það eru vandræði með hlekkinn í vafranum þínum er hægt að ýta á þennan hlekk).