Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er víða við umferðareftirlit í umdæminu þessa dagana, en um helgina kannaði hún með ástand um tvö þúsund ökumanna í sérstöku eftirliti með ölvunar-, fíkniefna- og lyfjaakstri.
Fimm þeirra reyndust ölvaðir og einn undir áhrifum fíkniefna og voru þeir fluttir á lögreglustöð. Tíu ökumönnum til viðbótar var gert að hætta akstri. Þeir höfðu allir neytt áfengis en voru undir refsimörkum.
Langflestir ökumannanna tóku afskiptunum vel, enda eru þau gerð í þágu almennings í þeim tilgangi að gera umferðina öruggari fyrir alla.