Auglýsing

Þýska lögreglan lokar stærstu mosku landsins og bannar skipulagða hreyfingu sjíta múslima

Þýska lögreglan réðist nýlega inn í Bláu Moskuna í Hamborg en hún er ein stærsta og elsta moska landsins.

Var moskunni lokað og hún innsigluð en lögreglan réðist einnig inn í 53 aðrar byggingar víðsvegar í Þýskalandi og var þetta allt liður í einni stærstu aðgerð sem gerð hefur verið í baráttunni við íslamska öfgamenn í Evrópu.

Allar byggingarnar áttu það sameiginlegt að vera annaðhvort eignir eða nátengdar starfsemi ICH (Islamic Center Hamburg), sem eru samtök sjíta múslima og var sú hreyfing bönnuð með öllu af þýsku lögreglunni.

„Þetta eru samtök sem eru fjandsamleg konum og gyðingum!“

Innanríkisráðuneyti Þýskalands gaf út þá yfirlýsingu að aðgerðir lögreglunnar og bann ICH hreyfingarinnar hafi verið vegna ákalls þeirra um Sharia lög í Þýskalandi, haturs í garð gyðinga, tengsla þeirra við Hizbollah hryðjuverkasamtökin og síðast en ekki síst vegna þess að þýska lögreglan telur írönsk stjórnvöld stjórna hreyfingunni.

Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði að þessi hreyfing færi gegn þýskum gildum, mannlegri reisn og væri hættuleg kvenréttindum og þýska ríkinu.

Hún sagði einnig mikilvægt að fram kæmi að Þýskaland væri ekki að ráðast gegn íslam sem trúarbrögðum heldur einungis gegn þessum herskáa armi hreyfingarinnar og að þeir fjölmörgu múslimar sem lifðu friðsamlega í þýsku samfélagi hefðu ekkert að óttast.

Hvað eru Sjíta múslimar?

Í kristinni trú erum við með mótmælendur, kaþólikka og réttrúnaðarkirkjuna en Sjíta múslimar eru næst stærsta hreyfingin innan íslam á eftir súnnítum og fyrir þá sem ekki þekkja til þá eru flestir sem oft kallast öfgatrúarmenn eða tilheyra herskáum múslimum sjítar meðan frjálslyndari múslimar eru oftast súnnítar

Stjórnvöld í Íran boðuð þýska sendiherrann í Teheran á sinn fund til að fordæma aðgerðirnar sem þeir kölluðu fjandsamlegar og vöruðu við afleiðingunum sem þetta myndi hafa í för með sér og segja þetta vera íslamafóbíu.

Sögðu þeir að þetta myndi valda aukinni spennu milli trúarhópa sem og spennu milli innfæddra Þjóðverja og innflytjenda sem aðhyllast íslam en ICH hafa verið stærstu samtök sjíta múslima í Þýskalandi og kom meðal annars að stofnun CCM (Central Council of Muslims) sem eru samtök múslima í landinu.

Ætluðu að gera Þýskaland að íslömsku ríki

Lögregla segist hafa heimildir fyrir því að samtökin hafi þóst vera frjálslyndari en þau eru í raun og veru og er haft eftir innanríkisráðuneytinu að samtökin hafi í leynd unnið að „íslamskri byltingu um gjörvallt Þýskaland“.

Eru samtökin talin eiga stóran þátt í að árásum á gyðinga í landinu hefur fjölgað um 83% síðan 2022 en Þýskaland hefur tekið mjög hart á slíkum glæpum í áraraðir.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing