Auglýsing

Tinder svindlarar í sviðsljósinu

Lögreglan hefur varað við svikaskilaboðum sem fjöldi fólks hefur fengið undanfarna daga en í þeim koma kóðar eða beiðnir sem sögð eru vera frá stefnumótaforritinu Tinder.

Skilaboðin geta verið mismunandi en þau eru allt frá því að óskað sé eftir staðfestingu á símanúmeri með svari, persónulegum upplýsingum og öllu þar á milli.
Lögreglan biður fólk að svara ekki slíkum skilaboðum óháð því hvort það noti Tinder eða ekki og hvetur alla til að opna ekki tengilinn sem stundum fylgir með.

Slík svik geta leitt til þess að óprúttnir aðilar komist yfir persónuleg gögn í síma fólks og geti þannig haft af þeim mikið fé.

Lögreglan vísar sérstaklega í umfjöllun Morgunblaðsins um málið en í henni er fjallað um stóran gagnaleka hjá nokkrum fyrirtækjum sem leiddu til þess að óæskilegir aðilar komust yfir upplýsingar um staðsetningu notenda.

Það er þó tekið fram að samskipti og skilaboð séu geymd sérstaklega og að þrjótarnir hafi ekki komist í þau.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing