Auglýsing

Tommy Robinson handtekinn en hundruð þúsunda mæta í mótmælagöngu honum til stuðnings

Breski aðgerðasinninn Tommy Robinson er mörgum kunnur en hann hefur verið kallaður ýmist hryðjuverkamaður eða þjóðhetja i Englandi.

Robinson neyddi meðal annars bresku lögregluna til að viðurkenna tilvist svokallaðra „grooming gangs“ eða glæpahópa sem stunduðu kynlífsþrælkun á börnum og hefur verið ötull talsmaður þess að böndum þurfi að koma yfir innflutning á fólki til Bretlandseyja.

Robinson var handtekinn eftir að hafa gefið sig fram á lögreglustöðinni í Kent í London en hann var boðaður í skýrslutöku þar.

Ástæðu handtökunnar er sögð vera sú að hann hafi neitað að gefa upp öryggisnúmerið á símanum sínum eftir að hafa verið krafinn um það undir formerkjum hryðjuverkalaga.

Hann mun mæta fyrir rétt þann 13.nóvember en mun að sögn Sky News vera í gæsluvarðhaldi þangað til.

Robinson er ekki fyrsti Englendingurinn til að vera handtekinn fyrir svipaða hluti en fjölmargir hafa þurft að gista fangageymslur lögreglunnar vegna skilaboða sem þeir skildu eftir á samfélagsmiðlum og eru sakaðir um hatursglæpi.

Robinson mætti á lögreglustöðina í Kent áður en skipulögð mótmæli gegn aðgerðum breskra stjórnvalda áttu sér stað í London en handtaka hans virðist ekki hafa haft fælandi áhrif því áætlað er að milli tvö og þrjú hundruð þúsund manns hafi mætt á mótmælin.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing