Donald Trump var nýlega kosinn til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna eins og flestir vita en nýlega lofaði hann að vernda fólk fyrir ágangi yfirvalda.
Í þetta skiptið sagði Trump að hann myndi aldrei leyfa að búin yrði til miðlægur, stafrænn gjaldeyrir en slíkt er oft kallað CDC sem þýðir Central Digital Currency (stundem er CBDC notað en B stendur fyrir bank).
Mikið hefur verið rætt um stofnun slíks gjaldmiðils og hann verið lofaður í hástert af fjámálaöflum víðsvegar um heiminn.
Notkun gjaldeyris af þessu tagi þykir hins vegar mjög umdeild þar sem reiðufé myndi leggjast af og með þessu móti væri hægt að fylgjast með allri neyslu fólks.
Sífellt bætist í hóp þeirra fyrirtækja á Íslandi sem neita að taka við reiðufé en samkvæmt formanni neytendasamtakanna er ekki hægt að banna fyrirtækjum að neita að taka við reiðufé.
Samkvæmt Fréttatímanum er hins vegar eitthvað um að banka hóti að hætta í viðskiptum við fyrirtæki sem taka við reiðufé.
Ljóst er að slík mynt er mjög umdeild meðal almennings og ekki hrifnir af henni og rökin sem helst eru notuð gegn henni eru þau að stjórnvöld og bankar gætu alltaf lokað fyrir allt peningaflæði borgara líkt og gert var í Kanada ólöglega þegar reikningar þeirra sem studdu við mótmæli vörubílstjóra voru frystir ólöglega.
Hvort Trump mun standa við þetta loforð sitt á hinsvegar eftir að koma í ljós.
President Trump: „Tonight, I am also making another promise to protect Americans from government tyranny. As your president, I will never allow the creation of a Central Bank Digital Currency.“ pic.twitter.com/pg2z5M1VkO
— Trump War Room (@TrumpWarRoom) January 18, 2024