Auglýsing

Trump með ráðleggingar til Ísrael varðandi átökin við Íran – Þveröfugt við það sem Biden svaraði

 

Donald Trump er nú staddur í Butlerí Norður-Karólínu fylki á kosningaferðalafi ásamt Elon Musk en það var í Butler sem forsetinn fyrrverandi var skotinn í eyrað.

Trump var spurður sömu spurningu og sitjandi forseti, Joe Biden, um hvað hann myndi ráðleggja Ísraelsmönnum að gera ef til stríðs kæmi við Íran.

Trump sagði að það væri engin spurning að Ísrael væri fyrir bestu að sprengja upp stöðvarnar sem innihalda kjarnorkuvopn Írana.

“Er það ekki það sem þú átt að ráðast á fyrst?” sagði forsetinn fyrrverandi og gaf ekki mikið fyrir að Joe Biden, sitjandi forseti, sagði að slíkt væri alls ekki góð hugmynd.

Trump sagði kjarnorkuvopn langstærstu ógnina og að slík vopn ætti að taka út sem allra fyrst.

Biden sagði að umræður stæðu yfir hvað Ísrael ætti að taka til bragðs en öll G7 ríkin eru sammála um að Ísrael hafi rétt á að svara fyrir árás Írana en að slíkt svar yrði að vera í samræmi við fyrri árás til að átökin vindi ekki upp á sig.

Trump hefur sagt að veikleiki Biden og Harris sé ástæðan fyrir ástandinu sem nú er í mið-austurlöndum.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing