Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi Gustavo Petro, forseta Kólumbíu, á sunnudag eftir að stjórn Petro neitaði að leyfa bandarískum flugvélum sem báru kólumbíska ríkisborgara að lenda í landinu.
„Ég var rétt í þessu upplýstur um að tvær flugvélar frá Bandaríkjunum sem báru fjölda ólöglegra glæpamanna, fengu ekki að lenda í Kólumbíu,“ er haft eftir Trump.
„Þessi skipun var gefin af sósíalískum forseta Kólumbíu, Gustavo Petro, sem er nú þegar afar óvinsæll meðal fólks síns.“
Trump sakaði Petro um að stofna öryggi og almannahagsmunum Bandaríkjanna í hættu og tilkynnti um tafarlausar viðskiptaþvinganir gegn Kólumbíu.
Harðar refsiaðgerðir
Meðal refsiaðgerða tilkynnti Trump 25% toll á allar vörur frá Kólumbíu, sem mun hækka í 50% eftir viku ef málið verður ekki leyst.
Einnig tilkynnti hann að sett yrði ferðabann fyrir alla kólumbíska embættismenn og bandamenn þeirra, stóraukið eftirlis hjá tollgæslu og landamærum fyrir alla kólumbíska ríkisborgara og vörur sem koma til Bandaríkjanna.
„Þessar aðgerðir eru aðeins byrjunin,“ sagði Trump. „Við munum ekki leyfa kólumbísku ríkisstjórninni að brjóta gegn lagalegum skyldum sínum þegar kemur að því að taka við glæpamönnum sem þeir þröngvuðu upp á Bandaríkin!“
Viðbrögð forseta Kólumbíu
Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, svaraði upphaflega fyrir sig með því að verja ákvörðun sína.
Í yfirlýsingu á sunnudag sagði hann það yrði ekki liðið að komið væri fram við kólumbíska innflytjendur eins og glæpamenn.
Hann krafðist þess Bandaríkin myndu semja um fyrirkomulag um hvernig staðið yrði að brottvísun Kólumbískra innflytjenda til heimalandsins, að öðrum kosti fengju vélarnar ekki að lenda í landinu.
Síðar sama dag virtist Petro þó strax kominn á aðra skoðun og í nýrri yfirlýsingu tilkynnti hann að forsetaflugvél Kólumbíu yrði notuð til að aðstoða við flutning ríkisborgara sem vísað hefur verið frá Bandaríkjunum aftur til Kólumbíu.
„Flugvélin verður notuð til að tryggja heimkomu samborgara okkar sem áttu að koma til landsins í morgun með brottvísunarflugi,“ sagði Petro.
Viðbrögð Trump stjórnarinnar
Trump stjórnin segir þetta þó ekki nóg og heimtar að flugvélar Bandaríkjanna fái einnig að lenda í landinu með þá glæpamenn sem verið er að flytja frá Bandaríkjunum.
Þar til kröfur þeirra hafa verið samþykktar vinnur Bandaríkjastjórn að því að koma á þeim refsiaðgerðum sem forsetinn hótaði að setja á Kólumbíu.
Embættismenn Hvíta hússins lýstu aðgerðum sem „skýrum skilaboðum“ til allra þjóða um skyldu þeirra til að taka á móti þeim ólöglegu innflytjendum sem vísað er frá Bandaríkjunum.
Tom Homan, sem stýrir landamæraverkefnum fyrir Trump-stjórnina, ítrekaði að brottvísunarverkefnið væri aðeins að byrja og segir að verið sé að vísa burt öllum sem hafa framið glæpi í landinu og dvelji þar ólöglega.
UPPFÆRT: Kólumbía hefur látið undan öllum kröfum Bandaríkjastjórnar.
Well, there it is.
Colombia caves to Trump – will take the illegal migrants back.
After Trump threatens tariffs and other sanctions.
Trump is such a masterclass. He said in 2024 – tariffs are not just an economic tool, but a diplomatic tool. They can be leveraged. We are… pic.twitter.com/J21mplmYVP
— Eric Daugherty (@EricLDaugh) January 26, 2025