UFC bardagakappinn Colby Covington fór engum silkihönskum um körfuboltagoðsögnina LeBron James en James tilkynnti að hann myndi taka sér frí frá samfélagsmiðlum nýlega.
Einnig hefur lið James ekki verið að spila vel upp á síðkastið og vilja sumir meina að LeBron James sé mögulega að ganga í gegnum einhverja erfiðleika.
Stutt klippa með James hefur vakið athygli en í henni segir að James að það séu engin partý eins og partýin hans Diddy (There’s no party like a Diddy party) í myndsímtali við rapparann sjálfan.
Eins og margir vita hefur ótrúlegur fjöldi mála komið fram gegn Diddy eftir handtöku hans og nýlega var rapparinn Jay-Z einnig kærður fyrir að nauðga barni með Diddy.
Verður fyrir áreiti vegna tengsla sinna
James hefur orðið fyrir aðköllum á almannafæri eftir að tenging hans við Diddy var gerð opinber en Nútíminn hefur áður sagt frá vandræðum fræga fólksins eftir handtökuna og var James í þeim hópi.
NBA goðsöngin LeBron James í vandræðum vegna P. Diddy málsins – Segir partýin hans þau bestu
Covington spyr af hverju James hafi ekki stigið fram og útskýrt nákvæmlega hvað hann meinti með ummælum sínum um að teitin hans Diddy væru þau allra bestu.
Hann sakar James einnig um hræsni og að vera viðurstyggileg mannvera en hægt er að sjá samanklippt myndband af orðum Covington og myndum af James með Jay-Z og Diddy í spilaranum hér fyrir neðan.