Auglýsing

UFC bardagamaðurinn Conor McGregor sakaður um hrottalega nauðgun – Skilur eftir sig slóð ofbeldisbrota og ásakana

Írski bardagakappinn Conor McGregor á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en hann þurfti nýlega að draga sig út úr bardaganum við „Iron“ Michael Chandler sem átti að fara fram í kvöld.

Ráðist var inn á heimili konunnar aðfaranótt föstudagsins 14. júní þar sem konan var heima með barni sínu og manni og endaði það með að maður hennar var stunginn í magann eftir átök við innbrotsþjófana.

Margir hafa deilt um hver ástæðan fyrir fjarveru McGregor sé en sjálfur hefur hann kennt brotinni tá um, meðan enn aðrir halda því fram að hann sé í meðferð vegna fíknar. Nýjasta sagan er líklega sú sem vekur mestan óhug.

Nýjasta málið

Þremur dögum eftir að tilkynnt var að bardaganum væri aflýst tilkynnti íþróttafréttamaðurinn Luke Thomas um að ráðist hefði verið á konu sem stendur í málaferlum við McGregor. Málaferlin snúa að því að hún hefur sakað McGregor um grófa nauðgun sem á að hafa átt sér stað í desember 2018.

Ráðist var inn á heimili konunnar aðfaranótt föstudagsins 14. júní þar sem konan var heima með barni sínu og manni og endaði það með að maður hennar var stunginn í magann eftir átök við innbrotsþjófana. Hann var fluttur á spítala en er ekki í lífshættu.

Nokkrir gluggar voru brotnir á heimili konunnar en engu stolið samkvæmt Extra og sérstaklega er tekið fram að ekkert bendi til þess að innbrotið tengist málaferlum hennar gegn McGregor sérstaklega.

Margoft verið sakaður um alvarleg kynferðisbrot

Það sem vekur athygli Thomas er að málsatvikin eru ekki ósvipuð þeim sem urðu til þess að önnur írsk kona féll frá kæru gegn McGregor en hún hafði sakað hann um grófa líkamsárás. Sú árás á að hafa átt sér stað um borð í snekkju McGregor í júní árið 2022 en hún hafði þekkt bardagamanninn frá barnæsku og var þess vegna boðin í einkateiti um borð í snekkju hans.

Þessi kona kærði McGregor en stuttu áður en rétta átti í málinu féll hún frá kærunni eftir að múrsteini var hent inn um glugga hennar og skömmu áður hafði verið kveikt í bíl hennar fyrir utan heimili hennar.

Eftir að þau voru búin að skemmta sér þar alla nóttina ásamt fleira fólki sagði konan að McGregor hafi byrjað að gera grín að útliti hennar og þegar hún tók því gríni ekki vel hafi hann slegið hana tvisvar svo hún féll í gólfið.

Þá hafi hann byrjað að hóta að drekkja henni og svo hrædd segist hún hafa verið orðin um líf sitt að hún taldi sig neydda til þess að stökkva í sjóinn en annar bátur bjargaði henni úr sjónum skömmu síðar.

Féll frá kæru eftir múrstein

Þessi kona kærði McGregor en stuttu áður en rétta átti í málinu féll hún frá kærunni eftir að múrsteini var hent inn um glugga hennar og skömmu áður hafði verið kveikt í bíl hennar fyrir utan heimili hennar. Skömmu eftir þessi atvik féll konan frá kærunni að sögn MMA Mania sem tekur einnig fram að ekkert hafi enn komið fram sem bendi til þess að McGregor hafi verið þarna að verki á nokkurn hátt.

McGregor var svo handtekinn á eyjunni Korsíku í september 2020 þar sem hann var sakaður um kynferðisofbeldi og ósæmilega hegðun en var sleppt tveimur dögum síðar án þess að frekari smáatriði kærunnar kæmu fram.

Þá var hann kærður fyrir kynferðisofbeldi og fyrir að þvinga konu til kynlífs í júní 2023 þegar hann var staddur á leik Miami Heat í úrslitakeppni NBA körfuboltadeildarinnar.

Kærði eftir koss

Kona kærði McGregor fyrir að hafa kysst sig óviljuga og reynt að toga niður um sig buxurnar inni á baðherbergi eftir að öryggisverðir hans nýttu sér ástand hennar til að neyða hana inn á baðherbergið með honum en McGregor neitaði öllum ásökunum.

Kæran var felld niður eftir að myndband af konunni og McGregor birtist þar sem þau ganga inn á baðherbergið saman og eftir vitnisburð starfsmanns inni á baðherberginu sem sagðist ekki hafa heyrt neitt undarlegt meðan þau voru inni á baðherberginu.

Skilaboð sem konan á að hafa sent vini sinum sem vann í öryggisgæslunni sýna hana kvarta yfir hegðun McGregors og segir hann hafa reynt að nauðga sér inni á baðherberginu en vinur hennar spyr hana hvernig hún hafi ekki vitað út í hvað hún væri að fara og setur svo „lol“ á eftir, sem táknar hlátur.

Skilaboð sem konan sendi öryggisverði

Þá var McGregor handtekinn og yfirheyrður eftir að hafa verið ásakaður um að nauðga konu í bíl fyrir utan bar á Írlandi í október 2019 en var sleppt eftir að hafa neitað þeim ásökunum og ekkert fleira var aðhafst í málinu.

Ofbeldisbrotin hrannast upp

McGregor hefur einnig verður kærður fyrir önnur ofbeldisbrot en í apríl 2018 gerðist frægt atvik þegar hann braust inn í Barclays leikvanginn í New York og kastaði þungri trillu í rúðuna á rútu sem var með aðra bardagamenn innanborðs.

Í þeirri árás slasaði hann í það minnsta tvo bardagamenn sem skárust á glerinu en þetta gerði hann til að reyna að ná til Khabib Nurmagomedov, sem var um borð í rútunni en McGregor taldi sig eiga sitthvað sökótt við hann en myndband af atvikinu má sjá í spilaranum fyrir neðan.

 

Þess má geta að þeir McGregor og Khabib börðust svo seinna í búrinu í vinsælasta bardaga í sögu UFC þar sem Nurmagomedov neyddi McGregor til að gefast upp. McGregor játaði sekt sína í málinu og þurfti að sinna samfélagsþjónustu og fara á námskeið í reiðistjórnun í kjölfarið.

Í mars 2019 reyndi aðdáandi að taka mynd af McGregor á Miami Beach í Flórída en við það reiddist McGregor og tók síma mannsins og braut hann.

Þar sem þetta náðist allt á myndband var McGregor handtekinn fyrir rán og eftir að hafa samið við aðdáandann utan dómstóla var málið fellt niður en myndband af atvikinu er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

 

Þá sást McGregor einnig kýla eldri mann í höfuðið á bar í Dublin í Írlandi eftir að maðurinn hafði neitað að taka skot af viskí sem McGregor var að bjóða upp á. Ekki finnst neitt um að sú árás hafi verið kærð en myndband af þeirri árás má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

 

Í október 2021 var McGregor ásakaður um líkamsárás þegar ítalski sjónvarpsmaðurinn Francesco Facchinetti sagði McGregor hafa kýlt sig með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði.

Samkvæmt sjónvarpsmanninum höfðu hann og kona hans verið að skemmta sér klukkutímum saman með McGregor og konu hans þegar McGregor hafi skyndilega brjálast af tilefnislausu og kýlt sjónvarpsmanninn með fyrrgreindum afleiðingum.

Málaferli enn í gangi

Málið sem nú er í ferli gegn McGregor er kæra fyrir mjög grófa nauðgun en samkvæmt konunni sem um ræðir hitti hún McGregor á skemmtistað í Dublin áður en haldið var á hótel í miðborginni ásamt mörgum öðrum til að halda skemmtuninni áfram.

Þar hafi verið haldið upp á hótelherbergi þar sem fólk var að fá sér áfengi og kókaín og á einhverjum tímapunkti segir hún að sér hafi verið nauðgað af McGregor.

Samkvæmt heimildum Mirror hafði lögregla undir höndum myndbandsupptökur og einnig hafi læknar skoðað konuna eftir á og gefið út að hún hafi hlotið alvarlega áverka, en hún var blá og marin um allan líkamann lengi á eftir og samkvæmt heimildum blaðamannsins Jason Bermas (hægt er að sjá flutning hans í heild sinni af málinu hér) þurfti m.a. skurðaðgerð til að fjarlægja túrtappa sem konan var með inni í sér.

Fyrst neitaði McGregor að hafa átt samræði við konuna en breytti því síðar og sagði að kynlífið hafi verið með samþykki beggja.

Vinkonurnar Pippa Doyle og Michelle Dardis sem báðar þekkja vel til McGregor fjölskyldunnar og hafa skrifað fjöldann allan af greinum um þau fyrir tímaritið VIP skiptust á skilaboðum sín á milli þar sem þær ræða nauðgunina meintu í smáatriðum.

Þær byrja á að ræða um málið og segja að McGregor verði líklega nafngreindur vegna ákærunnar en í Írlandi er slíkt ólöglegt ef að ekki er búið að sakfella í málinu og þurfti RTE, sem er einskonar ríkissjónvarp Íra, að greiða sekt upp á 250.000 dollara eftir að þeir láku skýrslu um málið en á henni var að finna nafn McGregors.

Í skýrslunni má sjá að nafn McGregor er á kærunni

Þær segjast vorkenna Dee, sem er kona McGregors, og að þær hafi heimildir fyrir því að til sé vitnisburður þegar konan og McGregor hittast í fyrsta skiptið.

Samkvæmt þessum skilaboðum á konan að hafa kynnt sig og sagt að kærastann sinn vera vin mágs McGregors en að McGregor hafi strax byrjað að tala um að hún væri bara að kynna sig fyrir honum í von um að „komast á bak.“

Konan neitar þessu og sagðist eiga mann en McGregor á þá að hafa sagt að hann geti ábyrgst það að hann muni „komast á bak henni seinna um kvöldið“ (He‘ll be riding her later, innsk. blaðamanns).

 

Skilaboðin sem gengu milli blaðakvennanna

Þær skiptast einnig á ógeðfelldum lýsingar í skjáskoti sem Nútíminn vill ekki birta hér en hægt er að sjá í þessu myndbandi þegar 31:30 eru liðnar af myndbandinu. Í því segja þær að McGregor hafi ekki notað smokk og hafi skilið eftir sig lífssýni en einnig að hún hafi hitt konuna fjórum dögum eftir árásina og hún hafi enn verið öll blá og marin. Hún tekur einnig fram að fjarlægja hafi þurft túrtappann með skurðaðgerð.

Fyrst neitaði McGregor að hafa átt samræði við konuna en breytti því síðar og sagði að kynlífið hafi verið með samþykki beggja.

The Irish Times tilkynnti í desember 2018 að ólíklegt væri að rannsókn myndi bera árangur þrátt fyrir að sönnunargögn lægju fyrir vegna þess að fórnarlambið, sem þá hafði gefið skýrslu um málið vildi ekki bera vitni að svo stöddu.

Henni snerist seinna hugur sem er ástæða þess að verið er að rétta í málinu svona löngu seinna en lengi vel þorði hún ekki að bera vitni vegna ótta við fólk sem McGregor tengist samkvæmt frétt Irish Central.

Tengsl við skipulagða glæpastarfsemi?

Fólkið sem um ræðir er Kinahan gengið en Kinahan gengið eru þekkt alþjóðleg glæpasamtök og hefur McGregor oft verið tengdur við samtökin.

Í febrúar 2023 birtist mynd af systur McGregor ásamt Graham „the Wig“ Whelan þar sem sagt var frá því að þau væru í sambandi og mynd birt af þeim saman þar sem þau sitja á barnum Black Forge, en McGregor er eigandi staðarins. Whelan þessi er þekktur og háttsettur meðlimur Kinahan gengisins og hefur McGregor meðal annars verið myndaður þar sem hann er úti að skemmta sér með Whelan.

Bensínsprengjuárás á bar McGregor

Svo náið virðist samband þeirra vera að lögreglan í Dublin rannsakaði meðal annars hvort bensínsprengjuárás sem gerð var á bar McGregor væri tengd vináttu hans við Kinahan gengið þar sem hópur sem átti í átökum við Kinahan gengið var grunaður um verknaðinn.

Tekið skal fram að enn hefur ekkert verið sannað fyrir dómi sem staðfestir sekt McGregor en háværar raddir innan bardagaheimsins eru uppi um að þetta sé byrjunin á endanum fyrir hann ef eitthvað er til í þessum ásökunum.

Írska stjórnmálakonan Ruth Coppinger hélt reiðilestur yfir írska þinginu í nóvember 2019 þar sem hún sagði að ákveðnar írskar íþróttastjörnur gengju um götur bæjarins eins og ekkert væri og  spurði hvort konur í Dublin þyrftu að fara í felur í hvert skipti sem „slíkur aðili“ tæki þá ákvörðun að skemmta sér.

Fullyrt er af mörgum að þarna sé hún sérstaklega að tala um McGregor en hún hefur ekki viljað staðfesta það sérstaklega.

 

 

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing