Úkraínskir hermenn hörfa undan Rússum
Úkraínskir hermenn hafa þurft að hörfa frá mörgum þorpum og bæjum í Kharkiv héraðinu eftir árásir Rússa.
Sprengjum hefur rignt yfir svæðið og eru hermenn Úkraínu sagðir hafa fært sig í betri varnarstöður til að stórskotalið Rússa nái ekki til þeirra, samkvæmt viðtali BBC við talsmann hersins.
BBC segir að Úkraína hafi notað þessa aðferð síðan stríðið hófst til þess að koma hermönnum sínum undan og láta eftir vígvöllinn.
Zelensky forseti hefur frestað öllum ferðum sínum svo hann geti verið til staðar í þessum miklu átökum en Rússar hafa herjað á varnalínu Úkraínu á mörgum stöðum.
Gagnsókn sem Úkraína reyndi í vetur gegn Rússum mistókst skelfilega og urðu þeir fyrir miklu mannfalli en náðu litlu svæði. Svo mikið var mannfallið að átakasvæðið fékk viðurnefnið ‚Hakkavélin‘ af hermönnum Úkraínu.
Útlitið er ekki gott fyrir Úkraínu en varnir þeirra eru mjög dreifðar yfir mikið svæði en Rússar geta gert árásir á mörgum stöðum í einu vegna yfirburða sinna í fjölda hermanna og skotfæra.
Þúsundir borgara hafa lagt á flótta frá víglínunni til Kharkiv, sem er næst stærsta borg Úkraínu.