Úkraínsk yfirvöld hafa lagt fram ákæru á hendur þingmanni fyrir tilraun til að stinga undan fjármunum að andvirði tæplega 40 milljóna króna.
Stofnun þar í landi, NABU (The National Anti-Corruption Buraeu) sem vinnur gegn spillingu fór að gruna að ekki væri allt með felldu þegar þingmaðurinn fór að eyða langt umfram skráð laun.
BBC greindi frá upphæðinni en gaf þó ekki upp nafn þingmannsins en samkvæm fjölmiðlum í Úkraínu er nafn hans Andriy Klochko og er hann meðlimur í flokki Volodomyr Zelensky.
Í yfirlýsingu NABU kemur fram að á árunum 2020 og 2021 hafi þingmaðurinn keypt eignir að verðmæti 90 milljónir króna meðan samanlagðar tekjur Kochko og konu hans voru einungis um 50 milljónir króna. Er því þingmaðurinn ákærður fyrir að geta ekki gert grein fyrir um 40 milljónum króna sem hann komst yfir á þessum tíma.
Klocho hafði einnig reynt að fela kaupin með að skrá eignirnar á ættingja sína en var á sama tíma skráður yfirráðamaður eignanna sem þykir mjög óvenjulegt.
NABU gaf rannsóknarblaðamönnum í Úkraínu hrós fyrir að hafa vakið athygli á málinu og lagði áherslu á að Klocho væri saklaus þar til sekt væri sönnuð.
Spilling í Úkraínu hefur verið mikil undanfarin ár og hefur reynst ein helsta hindrun Zelensky forseta við sýna fram á að markmið hans hafi náðst, en hans helsta kosningaloforð 2019, er hann var kosinn var að berjast gegn spillingu í landinu.