37 ára gömul móðir og 2 ára dóttir hennar eru látnar af sárum sínum eftir að þær lentu fyrir bíl sem ekið var inn í hóp af fólki í München á fimmtudaginn, 13. febrúar.
Móðirin var starfsmaður borgarinnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á staðnum.
Ökumaðurinn var 24 ára gamall hælisleitandi frá Afganistan og þegar hann var handtekinn öskraði hann „Allah Akbar“ eða „Guð er góður“.
Ekki hafa fundist neinar sannanir fyrir því að hann hafi unnið með öðrum að þessum verknaði.