Auglýsing

Uppskeru hátíð knattspyrnu á Litla-Hrauni

Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, birti í dag tilkynningu um uppskeruhátíð knattspyrnusumarsins á Litla-Hrauni.

Mikil fótboltastarfsemi fer fram á hverju sumri á Litla-Hrauni og er mikil þátttaka í starfinu meðal vistmanna.

Að þessu sinni voru þjálfarar með yfir 20 æfingar sem þeir segja að hafi verið vel sóttar en að þessu sinni komu þrjú gestalið í heimsókn til að keppa en það voru Securitas, Breiðablik og Grótta.

Að sögn Afstöðu fór uppskeruhátíðin fallega fram í vikunni og voru veitt sérstök verðlaun fyrir besta leikmann, markakóng, mestu framfarir, prúðasta leikmanninn og besta félagann.

Margir styrktaraðilar fengu þökk fyrir en sérstaklega var minnst á fatasöfnun Rauða Krossins sem gaf íþróttaföt til æfinga sem voru vel þegin.

Það er Fannar Freyr Guðmundsson sem er aðalþjálfari verkefnisins og Magnús Ingvason sem hefur verið liðsstjóri.

Það er alltaf gaman að sjá jákvæðar fréttir af slíkum vettvangi.

Færsla Afstöðu í heild sinni

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing