Ísland þarf að efla varnir sínar samkvæmt tilkynningu stjórnvalda og greint var fyrst frá á vef mbl.is. Eftir að stríð Rússa og Úkraníu hófst snemma árs 2022 hafa Íslendingar greitt mun meira til varnarmála og í stríðsreksturs en áður hefur þekkst. Þá tóku Íslendingar í fyrsta sinn beinan þátt í erlendu stríði með vopnakaupum. En betur má ef duga skal.
Á sama tíma og valkyrjurnar vilja eyða meira af almannafé í kaup á hervopnum þá hefur Trump Bandaríkjaforseti verið í friðarviðræðum við Rússa og hefur hann greint frá vilja sínum til skera niður útgjöld til hermála um 50%. Trump fyrirhugar að eiga fund með XI forsetja Kína og Pútin forseta Rússland þar sem hann mun leggja þetta til. Ef fyrirætlanir Trump ganga eftir þá mun það draga verulega úr spennu í heiminum og löndin geta nýtt sparaða fjármuni til að bæta lífskjör landsmanna. Bandaríkjamenn eyða um 900 billjónum dollara á ári til varnarmála.
Þá hefur Trump gefið út tilskipun um að stofna þjóðarsjóð sem á að fjárfesta í innviðum með hagsæld þjóðarinnar að leiðarljósi. Trump vill að fjárfest verði fyrir yfir 2 trilljónir dollara í þjóðarsjóðum.
Milljörðum eytt meðan hriktir í velferðarkerfum
Á undanförnum árum hafa íslenskir stjórnmálamenn verið duglegir að eyða milljörðum af almannafé í afar hæpin verkefni og á sama tíma molnar undir velferðarkerfi landsmanna. Þrátt fyrir að skattpíning landsmanna sé stöðugt að aukast að þá eykst varanlegur hallarekstur ríkissjóðs. Útgjaldaaukning ríkissjóðs hefur verið gríðarleg á undanförnum árum þrátt fyrir að lítið hefur verið fjárfest í innviðum.
Í nýrri skýrslu frá Samtökum iðnaðarins kemur fram að iðnviðaskuld íslands sé 680 milljarðar króna og mun það draga beint úr lífskjörum landsmanna á komandi árum. Þá hriktir í velferðarkerfinu og skólakerfið er í molum.
Í nýlegri skýrslu Oxfam kemur fram að Alþjóðabankinn gat ekki gert grein fyrir hvert 5.640 milljarðar kr. sem búið var að eyrnamerkja til baráttu gegna loftlagsbreytingum var ráðstafað. Um er að ræða um 40% sjóði bankans til loftlagsmála og það hlýtur að vekja furðu að bankinn geti ekki haldið bókhald um fjármuni bankans.
Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, bendi á þetta í tvígang í umræðuþáttum fyrir síðustu Alþingiskosningar. Annars vegar hjá RÚV og hins vegar hjá Stöð 2. Í báðum tilfellum voru spyrlar fljótir að breyta um umræðuefni og enginn frétt hefur birst á miðlunum um skýrslu Oxfam. Hugsanlega myndi það hafa áhrif á vilja Íslendinga til að senda milljarða erlendis í álíka sjóði.
Hamfaraspár til að réttlæta aukna skattheimtu
Stjórnmálamenn og meginstraumsfjölmiðlar hafa ýtt undir hræðslu landsmanna með hamfaraspám um breytingar á veðurfari til að réttlæta aukna skattheimtu á landsmenn og útgjaldaaukningu. Milljörðum er eytt í verkefnið og fer hluti fjármagnsins til útlanda án þess að ríkissjóður hafi nokkurt eftirlit með því hvernig fjármununum er ráðstafað.
Aldrei hefur það verið skýrt út fyrir landsmönnum hvaða áhrif þetta fjáraustur hefur á hamfarahlýnun af mannavöldum. Ljóst er að veðurfar er breytilegt og hefur alltaf verið þannig. Umdeilt er hve miklar breytingum á veðurfari sé af mannavöldum en ljóst er að hamfaraspár undanfarna ára og áratuga hafa ekki gengið eftir.
Lítið sem ekkert aðhald frá meginstraumsmiðlum
Það var upplýsandi að fylgjast með yfirheyrslu bandaríska öldungaþingmannsins Jon Kennedy yfir David Turk aðstoðarráðherra orkumála í Bandaríkjunum. Orkumálaráðuneytið hafði lagt til að Bandaríkin myndu eyða 50 trilljónir dollara í aðgerðir til að berjast gegn loftlagsbreytingum til ársins 2050. Í yfirheyrslunni kom fram að aðstoðarráðherrann vissi ekki hvaða áhrif þessi eyðsla myndi hafa á loftlagsbreytingar. Til að setja tölurnar í samhengi að þá námu heildartekjur bandaríska ríkisins 4,47 trilljónir dollara á árinu 2024. Er því um að ræða heildartekjur ríkisins í 11 ár sem væri þá ekki hægt að nýta í nein önnur samfélagslega mikilvæg verkefni.
Ljóst er að það vantar mun dýpri umræðu um ríkisfjármálin og hvernig stjórnmálamenn eyða skattfé landsmanna og að aðhald meginstraumsfjölmiðla er lítið sem ekkert. Sumir fjölmiðlar virðast líta á það sem hlutverk sitt að boða fagnaðarerindi ráðandi afla en ekki að veita þeim nauðsynlegt aðhald.