Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast frá því klukkan 17:00 til 05:00 í morgun en á meðal verkefna var dósaþjófur sem var gripinn glóðvolgur eftir miðnætti. Hér fyrir neðan er dagbók lögreglu skipt niður eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglustöð 1 – Austurbær – Miðbær – Vesturbær – Seltjarnarnes:
00:02 Múrsteini kastað í glugga hótels. Málið í rannsókn.
00:51 Aðili gripinn við að stela dósum úr dósagámi. Sá gat ekki gert grein fyrir sér og var fluttur á lögreglustöð til viðræðna. Hægt var að leysa málið þar og reyndist ekki nauðsynlegt að rannsaka málið frekar.
03:38 Aðili handtekinn þar sem hann var ölvaður til vandræða í miðbænum og hafði neitað að yfirgefa svæðið. Ekki reyndist mögulegt að tala um fyrir manninum og hann því handtekinn að lokum.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður – Garðabær – Álftanes:
23:46 Aðili handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, akstur án réttinda og fyrir ýmis vopnalagabrot. Laus eftir hefðbundið ferli.
00:46 Aðili handtekinn grunaður um líkamsárás. Vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur – Breiðholt:
Ekkert fréttnæmt
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur – Mosfellsbær – Árbær:
01:56 Lögregla kölluð til vegna ungmenna sem voru að gera dyraat og voru grunuð um skemmdarverk. Lögregla ræddi við foreldra þeirra og verður tilkynning send til barnaverndar vegna málsins samkvæmt verklagi.