Auglýsing

Varðskipið Þór hleypir af fallbyssu skipsins – Myndband

Margir vita ekki einu sinni að varðsk Íslands séu með fallbyssu því sjaldan er hleypt af þeim.

Landhelgisgæslan birti nýlega myndband á Facebook síðu sinni þar sem hleypt er af fallbyssunni.

Tilefnið er að áhöfn varðskipsins Þórs hjá Landhelgisgæslu Íslands hélt nýverið fallbyssuæfingu þar sem skotum var hleypt af frá afturþilfari skipsins.

Fallbyssan er sjaldan notuð í daglegum verkefnum en reglulega þarf að rifja upp réttu handtökin til að tryggja öryggi og færni áhafnarinnar.

Æfingar sem þessar eru hluti af stöðugri þjálfun Landhelgisgæslunnar til að tryggja viðbúnað á sjó.

Myndbandið er hægt að sjá hér fyrir neðan en einnig á síðu Landhelgisgæslunnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing