Auglýsing

Vargöld hefur ríkt á íslenskum leigubílamarkaði en nú verður breyting þar á

Eyjólfur Ármannsson, Samgönguráðherra, hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á leigubílamarkaðnum, en í viðtali á Bylgjunni lýsti hann markaðinum í núverandi ástandi sem „villta vestrinu“.

Með frumvarpinu er stefnt að taka aftur upp stöðvarskyldu og rafrænnar skráningar á öllum ferðum.

Bætt eftirlit og skráning ferða

Eyjólfur segir að frumvarpið njóti stuðnings mikils meirihluta þingsins.

Meðal breytinga er að allar ferðir verði skráðar rafrænt, þar sem upphaf, endastöð, akstursleið og greiðslur verða skráðar.

Þetta sé nauðsynlegt vegna fjölda dæma um alvarleg afbrot tengd skorti á eftirliti.

„Þetta er búið að vera hálfgert villt vestur núna. Þú gast verið einn á stöð, gast verið með stöðina í öskubakkanum hjá þér og verið bara einn að harka. En núna verður aukin ábyrgð á stöðvunum,“ sagði Eyjólfur í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Átak gegn svindli í prófum

Innviðaráðherra leggur einnig áherslu á strangari leyfisveitingar.

Hingað til hafa próf fyrir leyfi til leigubílaaksturs verið á íslensku, en hann segir að svindl hafi tíðkast og því þurfi að grípa til aðgerða.

„Það er akkúrat að rætast allt sem við sögðum“

„Það voru einstaklingar að taka próf sem voru hálfgert svindl jafnvel. Það er krafa bæði í Danmörku og Noregi að prófin séu tekin á dönsku og norsku, skýr krafa. Við þurfum að hafa það alveg skýrt í íslensku lögunum,“ sagði Eyjólfur.

Skortur á eftirliti hefur sett farþega í hættu

Eyjólfur segir að skortur á eftirliti hafi valdið hættu fyrir farþega og afnám gjaldmælaskyldu hafi orðið til þess að svindlað hafi verið á farþegum, sérstaklega ferðamönnum.

Hann segir að þróunin frá 2022, þegar ný lög um leigubílaakstur voru samþykkt, hafi staðfest það sem hann og Inga Sæland vöruðu við.

Margar ljótar sögur úr bransanum

Nútíminn hefur sagt frá nokkrum ljótum sögum úr bransanum að undanförnu og virðist þeim síst vera að fækka.

Skemmst er að segja frá því þegar leigubílstjóri elti konu heim að dyrum og „fitlaði við sig“ á meðan hann bankaði hjá henni en ekki var unnt að finna út um hvaða bílstjóra var að ræða.

Óhugnanlegt myndband sýnir leigubílstjóra á Íslandi elta konu heim að dyrum og „fitla við sig“

„Það er akkúrat að rætast allt sem við sögðum,“ sagði hann og er þar að vísa í þingfund þar sem hann sjálfur ásamt Ingu Sæland töluðu gegn lögunum en úti fyrir lágu leigubílstjórar á flautunni.

Frumvarpið er nú til samráðs og verður afgreitt á næstu mánuðum að sögn ráðherra.

Ljóst er að breytingarnar munu hafa mikil áhrif á starfsemi leigubíla í landinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing